Opinn fjárfestingarsjóður fjármagnar verkefni REI 19. september 2008 16:11 Frá fundi stjórnar Orkuveitunnar í dag. MYND/Jón Hákon Stjórn Orkuveitur Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í dag þá ákvörðun stjórnar Reykjavík Energy Invest að stofna opin fjárfestingarsjóð til þess að fjármagna verkefni REI. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að stjórn REI hafi í gær samþykkt tillögu um að kanna möguleika á því að ganga til samstarfs við fagaðila um stofnun opins fjárfestingasjóðs sem hafi með höndum fjármögnun verkefna félagsins. „Áður en til stofnunar sjóðs komi, verði sérstakri ráðgjafanefnd falið að gera tillögu um nánari útfærslu og aðferðafræði við val samstarfsaðila. Ráðgjafanefndin taki þegar til starfa og skili áliti innan tveggja vikna. Stjórnin mun jafnframt hefja vinnu við að útfæra samningsmarkmið REI gagnvart væntanlegum viðsemjanda, láta verðmeta framlag REI/Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til væntanlegs samstarfs og taka afstöðu til þess hvaða verkefni REI er hugsanlegt að verði fjármögnuð af sjóðnum. Niðurstöður þessarar vinnu verði bornar undir stjórn OR," segir í tilkynningunni. Verði af stofnun fjárfestingarsjóðs á að bera samkomulagið undir stjórn Orkuveitunnar og eftir atvikum eigendafund ef það felur í sér breytingu frá áður markaðri stefnu eigenda um málefni REI. Í tilkynningu Orkuveitunnar segir enn fremur að stjórn REI hafi á undanförnum mánuðum unnið að stefnumótun fyrirtækisins og skoðað hvernig verkefnum þess verði best fyrir komið til framtíðar. Sú vinna hefur sérstaklega tekið mið af niðurstöðu stýrihóps borgarráðs um málefni REI og Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem áhersla var lögð á þverpólitíska samstöðu, farsæla niðurstöðu og sátt um fyrirtækið. Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga hjá Price Waterhouse Coopers varð það niðurstaðan að stofna fjárfestingarsjóð til að tryggja fjármögnun verkefna félagsins. „Markmiðið með stofnun sjóðsins er að hámarka afrakstur af orðspori og þekkingu OR og lágmarka fjárhagslega áhættu eigenda REI. Stefnt er að því að sjóðurinn verði opinn öllum fjárfestum á jafnréttisgrundvelli. Gert er ráð fyrir að starfsemi sjóðsins verði takmörkuð landfræðilega og í tíma og að stofnun hans útiloki ekki aðrar fjármögnunarleiðir," segir í tilkynningunni. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Stjórn Orkuveitur Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í dag þá ákvörðun stjórnar Reykjavík Energy Invest að stofna opin fjárfestingarsjóð til þess að fjármagna verkefni REI. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að stjórn REI hafi í gær samþykkt tillögu um að kanna möguleika á því að ganga til samstarfs við fagaðila um stofnun opins fjárfestingasjóðs sem hafi með höndum fjármögnun verkefna félagsins. „Áður en til stofnunar sjóðs komi, verði sérstakri ráðgjafanefnd falið að gera tillögu um nánari útfærslu og aðferðafræði við val samstarfsaðila. Ráðgjafanefndin taki þegar til starfa og skili áliti innan tveggja vikna. Stjórnin mun jafnframt hefja vinnu við að útfæra samningsmarkmið REI gagnvart væntanlegum viðsemjanda, láta verðmeta framlag REI/Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til væntanlegs samstarfs og taka afstöðu til þess hvaða verkefni REI er hugsanlegt að verði fjármögnuð af sjóðnum. Niðurstöður þessarar vinnu verði bornar undir stjórn OR," segir í tilkynningunni. Verði af stofnun fjárfestingarsjóðs á að bera samkomulagið undir stjórn Orkuveitunnar og eftir atvikum eigendafund ef það felur í sér breytingu frá áður markaðri stefnu eigenda um málefni REI. Í tilkynningu Orkuveitunnar segir enn fremur að stjórn REI hafi á undanförnum mánuðum unnið að stefnumótun fyrirtækisins og skoðað hvernig verkefnum þess verði best fyrir komið til framtíðar. Sú vinna hefur sérstaklega tekið mið af niðurstöðu stýrihóps borgarráðs um málefni REI og Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem áhersla var lögð á þverpólitíska samstöðu, farsæla niðurstöðu og sátt um fyrirtækið. Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga hjá Price Waterhouse Coopers varð það niðurstaðan að stofna fjárfestingarsjóð til að tryggja fjármögnun verkefna félagsins. „Markmiðið með stofnun sjóðsins er að hámarka afrakstur af orðspori og þekkingu OR og lágmarka fjárhagslega áhættu eigenda REI. Stefnt er að því að sjóðurinn verði opinn öllum fjárfestum á jafnréttisgrundvelli. Gert er ráð fyrir að starfsemi sjóðsins verði takmörkuð landfræðilega og í tíma og að stofnun hans útiloki ekki aðrar fjármögnunarleiðir," segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira