Innlent

Lögregla handtók mann við skrifstofu Félagsþjónustunnar

Karlmaður sem hefur í tvígang ráðist inn á skrifstofu Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði hefur verið handtekinn. Maðurinn réðst þangað inn í gær, sparkaði upp hurð og var með hótanir. Hann fór svo á brott áður en lögregla náði tali af honum. Hann kom svo aftur í dag á sama stað með sama fyrirgangi og var þá handtekinn af lögreglu. Hann var færður í skýrslutökur á lögreglustöð, en verður svo lögum samkvæmt látinn laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×