Innlent

Ofbeldisbræður sakfelldir fyrir líkamsárás

Tveir bræður hafa í Héraðsdómi Suðurlands verið sakfelldir fyrir að ráðast á annan mann í sameiningu en þeim er ekki gerð refsing vegna þess rannsókn málsins dróst úr hófi fram.

Bræðurnir tveir voru ákærðir fyrir að hafa í október 2005 á skemmtistaðnum Kaffibarnum á Selfossi veist að manni. Annar bræðranna skallaði hann í andlitið og hinn sló hann í andlitið með krepptum hnefa. Nefbrotnaði fórnarlambið meðal annars vegna þessa.

Bræðurnir neituðu sök í málinu og sögðust ekki muna hvort þeir hefðu verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. Út frá framburði vitna voru þeir hins vegar sakfelldir.

Bræðurnir eiga báðir að baki dóma fyrir líkamsárásir en vegna þess að mikill dráttur varð á rannsókn málsins og þar sem um hegnirnarauka var að ræða taldi dómurinn rétt að gera bræðunum ekki sérstaka refsingu í málinu. Þeir voru þó dæmdir til að greiða fórnarlambinu hátt í 400 þúsund krónur í bætur vegna árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×