Innlent

Býst við fjölda kæra á Akureyri

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri.

Lögreglan á Akureyri býst við því að talsverður fjöldi af kærum vegna líkamsárása verði lagðar fram eftir helgina.

Mikil ölvun og læti brutust út aðfararnótt sunnudagsins í bænum en þar voru Bíladagar haldnir um helgina. Fangageymslu fylltust af fólki og mikill aðsúgur var gerður að lögreglumönnum. Hafa þeir raunar sjaldan kynnst öðru eins og munu lætin hafa verið verri en á nokkrurri verslunarmannahelgi hingað til. Nóttin í nótt var hinsvegar mjög róleg enda flestir gestanna farnir úr bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×