Innlent

Fjórir fluttir á slysadeild í árekstri á Sæbraut

Frá slysstað í kvöld.
Frá slysstað í kvöld.

Fjórir voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir umferðarslys á Sæbraut um klukkan háfltólf í kvöld.

Ökumaður bíls, sem grunaður er um ölvunarakstur, ók aftan á annan bíl allharkalega með fyrrgreindum afleiðingum. Engan í bílunum tveimur sakaði alvarlega en þeir sem fluttir voru á sjúkrahús kvörtuðu undan eymslum í hálsi og baki. Bílana þurfti að flytja af vettvangi með kranabíl að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×