Innlent

Færri fíkniefnabrot en á sama tíma í fyrra

SHA skrifar

Í júní 2008 voru 1.139 hegningarlagabrot skráð sem eru álíka mörg brot og á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá ríkislögreglustjóra.

Skráð voru 6.140 umferðarlagabrot í júní sem er um 7% fækkun milli ára þrátt fyrir að hraðakstursbrotum fjölgi. Alls voru 4.744 hraðakstursbrot skráð í júní sem er um 6% aukning milli ára. Þjófnaðarbrotum fjölgaði einnig milli ára auk eignaspjalla.

Hins vegar varð fækkun í flestum brotaflokkum. Skráð voru til að mynda um 25% færri ölvunarakstursbrot, fíkniefnabrot og akstur gegn rauðu ljósi milli ára. Fíkniefnabrot voru samtals 92 í júní sem er um 25% fækkun milli ára.

Flest hegningarlagabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á Suðurnesjum. Umtalsverð fjölgun varð á Akureyri, Húsavík, Hvolsvelli og á Sauðárkróki milli ára. Mest varð fækkunin þó á Eskifirði en einnig fækkaði brotum á Blönduósi, Seyðisfirði og á höfuðborgarsvæðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×