Innlent

Mikil ölvun á Bíladögum á Akureyri

Mikil ölvun var í miðbæ Akureyrar í nótt en þar standa yfir Bíladagar. Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunar og óspekta. Fjórar líkamsárásir komu til kasta lögreglu en þær voru allar minniháttar.

Fjórir voru teknir með fíkniefni í gærkvöldi og í nótt. Í öllum tilfellum var það fíkniefnahundur lögreglunnar sem fann efnin á fólkinu. Mikil umferð var í nágrenni Akureyrar í gærkvöldi og nótt og voru 24 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.

Sá sem hraðast ók mældist á 182 kílómetra hraða í Öxnadal. Hann var sviptur ökuleyfi á staðnum.

Allt var hins vegar með kyrrum kjörum á tjaldstæðum bæjarins og engin útihátíðarbragur þar líkt og undanfarin ár þegar Bíladagar eru haldnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×