Innlent

Aldrei fleiri útskrifaðir

Aldrei hafa jafnmargir kanditatar útskrifast úr háskólum hér á landi og í dag. Samtals voru þeir tæplega tvöþúsund og fjögur hundruð. Ekkert lát virðist vera á þekkingarleit landsmanna, því metaðsögn er að háskólunum fyrir haustið.

Árið 2011 verða hundrað ár liðin frá því að Háskóli Íslands var stofnaður og það er stefna ráðamanna þar að koma skólanum í hóp þeirra hundrað bestu á afmælisárinu. Aldrei áður hafa jafn margir kandídatar útskrifast í sögu skólans og í dag, 1082.

Tímamót verða þann 1. júlí í sögu Háskóla Íslands, en þá sameinast Kennaraháskóli Íslands skólanum og rennur saman við nýtt menntavísindasvið, sem verður eitt af fimm nýjum fræðasviðum háskólans. Innan hvers sviðs verða þrjár til sex deildir. Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands sagði í dag að stefnt yrði að því að á minnsta kosti einu þesssarra sviða yrði Háskólinn í flokki með tíu bestu stofnunum eða sviðum í heiminum.

Aldrei hafa fleiri nemendur útskrifast frá Háskólanum í Reykjavík. Þar fengu 423 kandídatar prófskýrteinin sín í dag. Aðsókn að skólanum eykst frá ári til árs og nú gat skólinn ekki tekið inn nema um 40 prósent þeirra nemenda sem sóttu um nám við skólann. Háskólinn í Reykjavík hefur gert samstarfssamnning við einn virtasta skóla heims, Columbía University í New York.

Kennaraháskólinn útskrifaði kandidata í síðasta sinn í dag, tæplega 500. Rúmlega 400 úr grunnnámi og um 80 úr framhaldsnámi.

Þá útskrifuðust 328 frá Háskólanum á Akureyri í dag og fyrir viku tæplega hundrað frá háskólanum á Bifröst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×