Innlent

Hvetur ekki til einstakra aðgerða gegn kvótakerfinu

Guðjón Arnar Kristjánsson er formaður Frjálslynda flokksins.
Guðjón Arnar Kristjánsson er formaður Frjálslynda flokksins.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að samviska sín leyfi sér ekki að hvetja einstaklinga í aðgerðir gegn kvótakerfinu. Annað mál sé ef samtakamátturinn sé til staðar. Guðjón kallar eftir samstöðu sjómanna og útgerðarmanna gegn kvótakerfinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Frjálslynda flokksins.

„Ég hef sagt mönnum þegar þeir eru að spyrja mig ráða um hvort þeir eigi að gera þetta að það getur enginn einstaklingur sett sjálfan sig og fjölskyldu sína í þá stöðu að vera hengdur upp á snaga og gerður gjaldþrota," segir Guðjón Arnar í framhaldi á mótmælum Ásmunds Jóhannssonar frá Sandgerði sem róið hefur kvótalaus undanfarið.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að mótorbáturinn Júliana Guðrún GK-313 hafi færð til hafnar í Sandgerði af þyrlu Landhelgisgæslunniar sem stóð hann að ólöglegum veiðum um 20 sjómílur út frá Sandgerði.

Guðjón kveðst hafa ætíð leggst gegn því að menn spiluðu ,,sólo". Öðruvísi horfði aftur á mótivið ef hópur manna tæki sig saman þar sem ekki væri hlaupið að því að ,,setja þrjátíu manns í fangelsi ef svo má að orði komast."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×