Innlent

Áfram vandræði í Sultartangastöð

Sultartangavirkjun.
Sultartangavirkjun. MYND/Landsvirkjun

Spennir í Sultartangastöð sem verið hefur bilaður frá því um áramót verður bilaður áfram um sinn eftir því sem segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Spennirinn var gangsettur eftir viðgerð fyrir helgi en þá kom fram bilun í einni af þremur spólum hans sem olli því að ekki var hægt að setja spenninn í rekstur.

Umrædd spóla var smíðuð í Frakklandi í síðasta mánuði og varð fyrir hnjaski í flutningum til landsins. Vonir stóðu til að spólan væri engu að síður nothæf og hægt yrði að taka spenninn í rekstur en þær vonir reyndust ekki raunhæfar.

Áætlað er að það taki nokkra mánuði að framleiða nýja spólu og þar með dregst fram á haust að seinni 60 megavatta vélasamstæða Sultartangastöðvar komist í rekstur.

Ekki á að koma til skerðingar á orkuafhendingu vegna þessa að sögn Landsvirkjunar en bilunin mun seinka ráðgerðu viðhaldi í aflstöðvum Landsvirkjunar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×