Lífið

Bjuggu til jólagjafir

Angelina og Brad halda börnum sínum á jörðinni.
Angelina og Brad halda börnum sínum á jörðinni. fréttablaðið/ap

Brad Pitt, Angelina Jolie og börnin þeirra bjuggu til að minnsta kosti eina jólagjöf og gáfu einhverjum innan fjölskyldunnar. Nauðsynlegt er að vinna sé lögð í gjafirnar. Þessu sagði Brad frá í samtali við OK, og bætti því við að það væri mjög fallegt að sjá börnin gefa hvert öðru.

Brad segir fjölskylduna ekki endilega gefa stórar og dýrar gjafir. Hann segir börnin ekki biðja um stórar gjafir vegna þess að þau horfi ekki á bandarískar teiknimyndir. Þegar þau hafi horft á slíkar teiknimyndir hafi þau farið að biðja um leikföng, svo þau hjónaleysin hafi ákveðið að leyfa þeim ekki að horfa á of mikið af teiknimyndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.