Innlent

Harðneskjulegt að tvístra fjölskyldu Ramses

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að það hafi verið harðneskjulegt af Útlendingastofnun að tvístra fjölskyldu keníska flóttamannsins Pauls Ramses. Hún vill að dómsmálaráðherra fjalli um málið.

Paul Ramses var vísað úr landi í síðustu viku eftir að Útlendingastofnun ákvað að fjalla ekki um beiðni hans um pólitískt hæli hér á landi. Hann dvelur nú á gistiheimili fyrir flóttamenn í Róm.

Utanríkisráðherra hefur beðið sendifulltrúa Íslands í Róm um að beita sér í máli Paul Ramses til að tryggja að hann fái réttláta málsmeðferð hjá ítölskum yfirvöldum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði við fréttamenn fyrir ríkisstjórnarfund í morgun að það ætti eftir að afgreiða mál Ramses endanlega hér ál landi. Ekki væri búið að nýta allar kæruleiðir og niðurstaða því ekki fengin. Það væri mikilvægt að nýta allar kæruleiðir og að dómsmálaráðherra fengi að fjalla um málið.

Spurð hvort eðlilegt væri að vísa Ramses úr landi sagði utanríkisráðherra að hún þekkti ekki öll efnisatriði málsins en það væri harðneskjulegt að tvístra fjölskyldu Pauls Ramses. Ítrekaði hún að mikilvægt væri að nýta allar kæruleiðir í málinu.












Tengdar fréttir

Farið yfir mál Ramses ef kæra berst

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að farið verði yfir máls Pauls Ramses Keníamanns ef kæra berist ráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×