Innlent

Mál séra Gunnars sent saksóknara í dag

Lögreglan á Selfossi hefur lokið rannsókn sinni á meintum kynferðisbrotum séra Gunnars Björnssonar, sóknarprests á Selfossi, og verður málið sent ríkissaksóknara í dag. Þetta staðfesti Elís Kjartansson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Selfossi, við Vísi.

Fjórar stúlkur kærðu Gunnar fyrir athæfi sem heimfæra má undir kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Að minnsta kosti tvær stúlknanna voru virkar í kórstarfi Selfosskirkju. Að sögn Elísar er það saksóknara að meta hvort brotin flokkist undir kynferðislega áreitni eða blygðunarsemi og sömuleiðis hvort nægileg sönnunargögn séu í málinu til þess að það sé líklegt til að leiða til sakfellingar.

Elís segir að teknar hafi verið skýrslur af stúlkunum fjórum, séra Gunnari, starfsmönnum kirkjunnar og forráðamönnum stúlknanna á síðustu vikum. Séra Gunnar neitar öllum sakargiftum en hann er nú í leyfi meðan mál hans er rannsakað.

Upp komst um málið þegar foreldrar einnar stúlkunnar leituðu með það til formanns sóknarnefndar sem vísaði þeim til Biskupsstofu. Þangað kom málið 30. apríl. Þar var málið tekið fyrir í sérstöku fagráði á vegum Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Ráðið vísaði málinu til barnaverndarnefndar sem hafði samband við lögreglu.














Tengdar fréttir

Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn

Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot.

Skýrslutökur hefjast á föstudag

Skýrslutökur yfir stúlkunum þremur sem kært hafa séra Gunnar Björnsson sóknarprest á Selfossi fyrir kynferðislega áreitni hefjast á föstudaginn. Ekki hafa fleiri kærur borist vegna prestsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×