Lífið

Saman yfir hátíðarnar

Saman Madonna og Guy stóðu við stóru orðin og héldu saman jól.
Saman Madonna og Guy stóðu við stóru orðin og héldu saman jól.

Guy Ritchie og Madonna grófu stríðsaxirnar yfir hátíðarnar og héldu saman jól. Reyndar eyddu þau bara öðrum degi jóla saman en á jóladag var Guy með strákunum sínum David Banda og Rocco á heimili sínu í Wiltskíri. Mæðgurnar Madonna og Lourdes opnuðu hins vegar pakkana saman í glæsilegri íbúð í London sem hún og Guy áttu saman fyrir skilnaðinn.

Á annan dag jóla sameinaðist fjölskyldan hins vegar í góðan göngutúr og að sögn sjónarvotta virtist fara nokkuð vel á með þeim Madonnu og Guy. „Þau virtust staðráðinn í að halda fjölskyldunni saman yfir jólin,“ sagði einn sjónarvottur við breska blaðið The People. „Það var eins og þau vildu sýna heimsbyggðinni að allar deilur hefðu verið lagðar til hliðar og að jólin skyldu vera gleðileg fyrir börnin,“ bætti sjónarvotturinn við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.