Innlent

Stjórnarformaður RÚV með 200 þúsund á mánuði

Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV ohf.
Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV ohf.

Á fyrsta aðalfundi Ríkisútvarpsins ohf. sem haldinn var í dag voru laun stjórnarmanna í félaginu ákveðin. Fundurinn samþykkti að greiða stjórnarmönnum 100 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður fær 200 þúsund krónur á mánuði fyrir sín störf og varamenn í stjórn fá 25 þúsund krónur fyrir hvern fund.

Aðalmenn í stjórn RÚV ohf. eru: Ómar Benediktsson, formaður stjórnar, Margrét Frímannsdóttir, Svanhildur Kaaber, Kristín Edwald og Ari Skúlason.

Varamenn í stjórn eru: Signý Ormarsdóttir, Eva Bjarnadóttir, Dagný Jónsdóttir, Sigurður Aðils Guðmundsson og Lovísa Ólafsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×