Innlent

Minni samdráttur á sjúkrahúsum í sumar en í fyrra

MYND/GVA

Minni samdráttur verður á sjúkrahúsum á suðvesturhorni landsins í sumar en í fyrra.

Þetta næst með samstarfi sjúkrahúsa á svæðinu, Landspítala, Heilbrigðisstofnana Suðurlands og Suðurnesja, Sjúkrahússins á Akranesi, Sankti Jósefspítala og Sólvangs.

Ákveðið hefur verið að draga úr skipulögðum skurðaðgerðum yfir sumartímann en allri bráðaþjónustu veðrur sinnt og í heild verður meiri þjónusta í boði, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu, sérstaklega í öldrunar- og endurhæfingarþjónustu.

Áætlaður samdráttur á legurýmum fyrir sumarið er níu prósent af mögulegum legudögum en síðasta sumar var hlutfallið 14 prósent. Þetta má fyrst og fremst rekja til þess að betur gengur að manna í sumarafleysingar en undanfarin sumur. Þá verður samdráttur á dagdeildarrýmum þrjú prósent. Starfsemi á skurðstofum verður með sama hætti og undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×