Innlent

Vilji til að afnema verðtryggingu

Gísil Tryggvason.
Gísil Tryggvason.

Gísli Tryggvason, talsmaður Neytenda, segist finna fyrir miklum stuðningi frá almenningi eftir að hann hóf máls á því að afnema verðtryggingu hér á landi. Hagfræðingur segir hins vegar að ekkert kalli á afnám verðtryggingar.

Verðtryggðar skuldir heimilanna námu 600 millljörðum króna í lok síðasta mánaðar. Verðbólgan mælist nú 13,6 prósent og hefur ekki verið hærri í 20 ár.

Talsmaður neytenda segir tímabært að skoða hvort ekki sé rétt að afnema verðtryggingu hér á landi.

Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, segir að afnám verðtryggingar gæti skaðað lífeyrissjóðina og henti aðeins þeim sem skulda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×