Enski boltinn

Ronaldo er sama þó hann komi Ferguson í uppnám

Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo

Cristiano Ronaldo leikmaður Manchester United kastaði fram sprengju í gær þegar hann sagði sér vera sama þó brottflutningurinn til Real Madrid kæmi stjóranum Alex Ferguson í uppnám. Þetta segir breska blaðið The Sun í dag.

Portúgalinn sagði loksins að hann langaði að fara til spænsku meistaranna - þvert á óskir Sir Alex.

Blaðið segir einnig að hann hafi sagt sér að fyrir lægi tilboð á borðinu, og bætti við: "Möguleikarnir á því að ég fari til Madrídar eru miklir."

United hafa þó haldið því staðfastlega fram að leikmaðurinn sem metinn er á 70 milljónir punda sé alls ekki til sölu. Hefur félagið meðal annars kvartað til FIFA yfir því að Madrídarliðið sé að nálgast leikmanninn með ólöglegum hætti, því hann eigi enn fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið.

Ronaldo hellti enn meiri olíu á eldinn þegar hann hélt því fram að honum væri sama þó hann kæmi Sir Alex í uppnám.

„Mér er sama þó fólk komist í uppnám. Þetta er mín ákvörðun. Þetta er það sem ég vill gera," sagði Ronaldo við blaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×