Innlent

Ágæt þáttaka í Kvennahlaupinu í Eyjum

Ágæt þáttaka var í Kvennahlaupinu í Vestmannaeyjum í dag. Hlaupið átti að vera í gær en var frestað vegna aftakaveðurs, roks og rigningar.

Í Eyjafréttum segir að ákveðið var að sæta lagi í dag enda veðrið mun betra, nánast logn og þó að nokkrir rigningardropar hafi fallið af himni ofan þá lét sterkarar kynið það ekkert á sig fá og fjölmennti í hlaupið.

Milli 60 og 70 konur tóku þátt í hlaupinu í ár sem er ágætis þáttaka miðað við undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×