Innlent

Einsdæmi að enginn var tekinn fyrir ölvunarakstur í borginni í nótt

Engin ökumaður var tekin fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt, sem mun vera einsdæmi aðfararnótt sunnudags.

Algengt er að fimm til sjö og alveg upp í 12 ökumenn séu teknir fyrir ölvunarakstur á sunnudagsnóttum.

Þar fyrir gekk allt óvenju rólega í skemmtanalífinu og engin kæra barst vegna ofbeldis. Nokkrir gistu hinsvegar fangageymslur, en það voru menn, sem voru orðnir ósjálfbjarga vegna ölvunar og lögregla skaut skjólshúsi yfir í mannúðarskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×