Innlent

Ölvaður ökumaður mundi ekki eftir að hafa ekið bílnum

Ölvaður ökumaður ók bíl sínum útaf á Svalbarðstrandarvegi við Akureyri í nótt. Hann hringdi á leigubíl, en vitni var að atvikinu og lét lögreglu vita, sem stöðvaði leigubílinn og handtók farþegan.

Ekki vildi hann í fyrstu kannast við að hafa ekið bílnum og um tíma leit út sem huldumaður hefði verið þar á ferð, en þegar leið á nóttina rifjaðist það upp fyrir honum að hann hefði sjálfur setið undir stýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×