Lífið

Töskumarkaður Stígamóta er yfirstaðinn

Töskumarkaður Stígamóta er yfirstaðinn og skilaði hann samtökunum 700 þúsund krónum í kassann. Segjast Stígamótakonur vera mjög ánægðar með árangurinn. Á töskumarkaðnum var haldið uppboð á vönduðum töskum, sem komu víða að , meðal annars frá Björk Guðmundsdóttur söngkonu og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra í Reykjavík. Stígamótakonur segja að fjöldi fólks hafi hjálpað til og gefið bæði vinnu og töskur til að gera markaðinn að veruleika.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.