Innlent

Gísli Marteinn gefur ekki upp hvort hann sæki eftir leiðtogastöðu á ný

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill ekkert gefa upp um hvort hann ætli að sækjast eftir því að leiða flokkinn fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingvarsson höfðu báðir lýst yfir áhuga á að taka við sem oddvitar Sjálfstæðisflokksins í borginni þegar og ef Vilhjálmur hætti á þessu tímabili. Þrátt fyrir það segjast báðir una því vel að Hanna Birna taki við embættinu.

Gísli Marteinn vissi hins vegar ekki um fund borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í gær fyrr en korteri áður en hann hófst. En á fundinum tilkynnti Vilhjálmur um áform sín um að hætta sem oddviti. Gísli er þó sáttur við hvernig staðið var að málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×