Innlent

Segir Hæstarétt víkja stjórnarskrá og alþjóðalögum til hliðar

„Á meðan að Hæstiréttur er harður í því að víkja stjórnarskrá og alþjóðarlögum til hliðar þá er þungur róður fyrir Ásmund og alla aðra," segir Lúðvík Kaaber héraðsdómslögmaður. Lúðvík flutti mál fyrir Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir menn sem dæmdir höfðu verið í Hæstarétti fyrir ólöglegar veiðar á Íslandi. Mannréttindanefnd úrskurðaði skjólstæðingum Lúðvíks í hag.

Lúðvík segist ekki enn hafa fundað um málið við Ásmund. Þeir hafi ætlað sér að hittast í dag en ekkert hafi orðið úr því sökum anna. Hann segir klárt mál að íslenskum stjórnvöldum beri skylda samkvæmt alþjóðarlögum til að breyta kvótakerfinu. En Lúðvík vill ekki taka afstöðu til þess hvort Ásmundur eigi að halda áfram að veiða án kvóta. „Hann verður að ákveða það sjálfur maðurinn," segir Lúðvík.

Lúðvík fer ekki í grafgötur með það að hann vill að að kvótakerfið verði afnumið. „Þetta hefur aldrei verið neitt annað en lögleysa og það breytist ekkert," segir Lúðvík. Hann segist staðráðinn í því að hjálpa Ásmundi ef það sé hans vilji.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×