Lífið

Anita Briem bauð fjölskyldunni í bíó - myndir

Anita Briem skemmti sér ásamt fullum sal af fólki í Laugarásbíó.
Anita Briem skemmti sér ásamt fullum sal af fólki í Laugarásbíó.

Leikkonan Anita Briem mætti tímanlega fyrir frumsýningu myndarinnar Journey to the Center of the Earth sem sýnd var í Laugarásbíó í gærkvöldi.

Með leikkonunni í för voru afi hennar og amma, Gunnlaugur pabbi hennar, og yngri systir Katrín. Einnig var ónefndur erlendur karlmaður með í för sem heldur utan um Anítu á meðfylgjandi mynd.

Aníta þakkaði kvikmyndagestum kærlega fyrir komuna áður en sýningin hófst, ræddi stuttlega um tökur á myndinni sem fram fóru að miklum hluta á Íslandi, óskaði öllum góðrar skemmtunar og setti upp þrívíddargleraugun um leið og hún minnti gesti á að gera slíkt hið sama.

Auk Anítu leika Brendan Fraser og Josh Hutcherson aðalhlutverkin. Myndin er lauslega byggð á heimsþekktri vísindaskáldsögu Jules Verne, Voyage au centre de la Terre, en þar kemur Snæfellsjökull mikið við sögu.

Gunnlaugur, Katrín, Aníta og ónefndur maður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.