Innlent

Voru nýkomin úr hestaferð þegar skjálftinn reið yfir

Fólk á vegum Eldhesta í Hveragerði var nýkomið úr hestaferð þegar skjálftinn reið yfir um fjögurleytið í dag.

„Fólkið var nýkomið til baka þannig að það fór allt saman vel," sagði Hróðmar Bjarnason sem rekur Eldhesta. Hann segir að hestarnir hafi tekið þessu ótrúlega vel. Þeir hafi að vísu hlaupið í smá stund fyrst eftir en róast svo.

Hróðmar segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á gamla sveitabænum, en nýbyggingar hjá honum hafi staðið skjálftann nokkuð vel af sér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.