Innlent

Ummæli svar við auknum þrýstingi innan Sjálfstæðisflokksins

Björn Bjarnason segir að sterk rök þurfi til þess að kasta krónunni fyrir róða en að Sjálfstæðisflokkurinn muni þrátt fyrir það leiða Evrópuumræðuna. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur útspil Björns svar við þrýstingi um Evruaðild innan flokksins.

Undanfarnar vikur hefur verið þrýst á ráðamenn Sjálfstæðisflokksins um að taka skref í átt að Evrópusambandsaðild og upptöku evru í stað krónu. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur blandað sér í umræðuna og vill að sá möguleiki verði kannaður hvort hægt sé að taka upp evru í gegnum EES samninginn.

Gunnar býst við að Evrópuumræðan verði mun meira áberandi en áður á Landsfundi flokksins á næsta ári.




Tengdar fréttir

Bakhjarlar Sjálfstæðisflokksins vilja í ESB

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, segir að bakhjarlar Sjálfstæðiflokksins vilja að flokkurinn beiti sér fyrir upptöku evru og jafnvel að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í seinni fréttatíma Ríkissjónvarpsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×