Lífið

Kærleikurinn ræður ríkjum hjá Lindu P

Linda Pétursdóttir.
Linda Pétursdóttir.

Linda Pétursdóttir eigandi Baðhússins býður viðskiptavinum sínum að huga að sálinni með vikulegum fyrirlestrum sem haldnir verða fram að jólum.

,,Mér finnst alltaf svo gaman af góðum fyrirlestrum og þetta varð til á einhverjum fundinum hjá okkur Sævari bróður niður í vinnunni Baðhúsinu," svarar Linda aðspurð hvernig hugmyndin kviknaði.

,,Mér fannst alveg við hæfi að gera eitthvað öðruvísi fyrir konurnar okkar, og hvatning fyrir þær í leiðinni til að taka frá kvöldstund bara fyrir þær sjálfar, og hlusta á áhugaverða fyrirlesara benda okkur á hinar ýmsu leiðir til að vera ánægðari, og hugsa betur um okkur," segir Linda.

,,Fyrirlestraröðin fór af stað í kjölfarið á átakinu ,,aukakíló" sem við vorum núverið með, en fyrirlestrarnir eru öllum Baðhúskonum opnir eða allar þær sem eiga kort hjá okkur. Þær mega einnig bjóða vinkonu með.

Er góð stemning í Baðhúsinu á þessum erfiðu tímum? ,,Já held mér sé óhætt að segja það. Ég finn fyrir að konurnar sem nýta sér þetta eru þakklátar og það er ljúft að taka frá klukkustund fyrir sjálfan sig og vera innan um kynsystur sínar, borða ávexti og drekka te, og gleyma sér um stund. Kærleikurinn ræður ríkjum á meðan," segir Linda að lokum.

Í kvöld heldur Kári Eyþórsson sálfræðingur fyrirlestur klukkan 21 í Baðhúsinu.

Sjá fyrirlestrarröð Baðhússins.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.