Innlent

Erlent vinnuafl forsenda hagvaxtar

Framlag erlends vinnuafls verður ein meginforsenda hagvaxtar hér á landi á komandi árum samkvæmt rannsókn Samtaka atvinnulífsins. Samkeppnisstaða Íslands um hæft starfsfólk er í meðallagi.

Fjallað er um alþjóðavæðingu og horfur á vinnumarkaði í nýrri rannsókn sem Samtök atvinnulífsins létu gera. Rannsóknin var kynnt á sérstökum blaðamannfundi í morgun.

Samkeppni milli þjóða um hæft starfsfólk mun aukast á komandi árum með alþjóðavæðingu vinnumarkaðarins. Samkvæmt rannsókninni stendur Ísland vel að vígi í alþjóðlegum samanburði hvað varðar laun og skatta. Þannig greiðir Íslenskt atvinnulíf fjórðu hæstu meðalárslaunin í heiminum innan OECD.

Þar sem Íslendingum á vinnumarkaði mun fjölga tiltölulega hægt á næstu árum og áratugum samkvæmt rannsókninni verður vinnuframlag erlends starfsfólks ein meginforsenda hagvaxtar.

Smæð landsins og hátt verðlag gerir hins vegar landið óaðlaðandi fyrir erlenda starfsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×