Innlent

Dísel hefur hækkað meira en bensín

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur haldið áfram að lækka í dag. Verðstríð hófst í morgun milli íslensku olíufélaganna eftir að N1 auglýsti fimm króna lækkun á eldsneyti. Ávinningurinn af því að aka um á díselbílum verður hins vegar stöðugt minni.

Hermann Guðmundsson, forstjóri N-eins, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort að lækkunin hjá þeim standi lengur en út morgundaginn en það fari eftir því hvort að heimsmarkaðsverð haldi áfram að lækka. Skeljungur, Atlantsolía og Orkan ætla hins vegar að halda sínum 5 krónu lækkunum þar til annað verður ákveðið.

Líterinn af dísel er nú víðst hvar á um hundrað áttatíu og átta krónur í sjálfsafgreiðslu. Verð á dísel hefur hækkað meira en verð á bensíni á árinu. Í upphafi árs var bensínlíterinn um átta krónum ódýrari en dísellíterinn en munur aukist og er nú átján krónur.

Ávinningurinn af því að aka díselbíl hefur þannig minnkað en á sama tíma og nýskráningum á díselbílum hefur fjölgað. En nýskráðum díselbílum hefur fjölgað um ríflega þriðjung á síðustu fimm árum á sama tíma og nýskráðum bensínbílum hefur fækkað um fimmtung. Vinsældir díselbíla hafa einnig verið miklar í Evrópu þar sem þeir voru ríflega helmingur nýrra bíla á síðasta ári. Talið er að auking díselbíla skýri að miklu leyti hækkunina á verðinu á dísel.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×