Lífið

Forsetinn þiggur boð Ingva Hrafns

Ólafur Ragnar Grímsson og Ingvi Hrafn Jónsson.
Ólafur Ragnar Grímsson og Ingvi Hrafn Jónsson.

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur samþykkt boð sjónvarpsstjórans Ingva Hrafns Jónssonar að mæta í þáttinn Hrafnaþing næstkomandi þriðjudag á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

„Já, Ólafur Ragnar Grímsson hefur þegið boð mitt," staðfestir Ingvi Hrafn.

„Viðtalið verður klukkustundarlangt, kurteist og tæpitungulaust. Einkum til að tala um framtíðina og hvernig og hversu fljótt næst að koma gleði í döpur hjörtu," svarar Ingvi Hrafn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.