Innlent

Hraðakstur í Mosfellsbæ

Brot níu ökumanna voru mynduð í Baugshlíð í Mosfellsbæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Baugshlíð í norðurátt við Arnarhöfða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Á einni klukkustund fyrir hádegi óku 64 ökutæki akstursleiðina en þar er hámarkshraðinn 30 kílómetrar á klukkustund. Meðalhraðinn var 42 kílómetrar á klukkustund og óku 14% of hratt eða yfir afskiptahraða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×