Erlent

Verkfall að lama innanlandsflug í Noregi

MYND/ENEX

Verkfall norskra flugvallarstarfsmanna er smám saman að lama innanlandsflug í Noregi.

Norskir flugvallastarfsmenn eru á verkfallsvakt. Inni í flughöfnum vítt og breitt um landið er því lítið að gera, fáir flugfarþegar. Hingað til hafa samt engir formlegir samningafundir átt sér stað.

Verkalýðsfélagið Avinor vill að vinnuveitendur eigi frumkvæði að viðræðum; vinnuveitendur vilja að Avinor leiki fyrsta leik. Á meðan er innanlandsflug í Noregi lamað. Verkfallið hefur ekki haft áhrif á alþjóðaflug í gegnum Gardermoen í Ósló að öðru leyti en því að fólk kemst ekki í áframhaldandi innanlandsflug þaðan.

Verkfallið er líka farið að hafa áhrif á olíuvinnslu Norðmanna því þyrlur sem fljúga milli lands og olíuborpalla þurfa nú að lenda einhvers staðar þar sem ekki er verkfall. Þannig er flugvöllurinn í Haugasundi, sem enn er opinn, nú fullnýttur og getur ekki bætt við sig meiri umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×