Lífið

Michael Jackson nær 50 árunum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Er hann kannski eldri en fimmtugur? Jackson ekið um í hjólastól í verslunarleiðangri.
Er hann kannski eldri en fimmtugur? Jackson ekið um í hjólastól í verslunarleiðangri.

Ein af þekktari poppstjörnum samtímans, blökkumaður sem hefur beinlínis hvítnað upp og skartar nefi úr plasti, fagnar tímamótum um helgina.

Michael Joseph Jackson fagnar fimmtíu ára afmæli sínu á morgun, 29. ágúst. Hálfa öldin markar stór tímamót í lífi flestra en ef til vill hafa ekki margir leitt hugann að því að gamla danskempan úr Jackson Five er ekki ein um hituna. Auk Jackson halda bæði Madonna og Prince upp á fimmtugsafmælin í ár og meira að segja öll á sumarmánuðum, 7. júní, 16. ágúst og Jackson á morgun.

Hann hóf feril sinn aðeins 11 ára gamall með systkinum sínum í Jackson Five þegar þau sungu sig inn í bandaríska hugi og hjörtu árið 1969 með hinu gamalkunna I want you back. Sony hyggst fagna afmæli goðsins með því að gefa út 30 laga plötuna King of Pop sem mun innihalda þekktustu smelli ferilsins og rúmlega það. Jackson sjálfur gefur lítið upp um hvernig hann hyggst halda upp á árin 50 en einhverjar raddir halda því fram að hann sé sjálfur með plötu í smíðum til hátíðabrigða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.