Fangelsin þétt setin - en sleppur þó Atli Steinn Guðmundsson skrifar 13. júní 2008 11:07 Þeim fer ört fækkandi, tómu fangaklefunum. Fangelsismálastofnun verður ekki í neinum sérstökum húsnæðisvandræðum í fangelsum landsins þrátt fyrir að tíu einstaklingar hafi fengið óskilorðsbundna dóma að öllu eða einhverju leyti í Tryggingastofnunarmálinu sem dómur féll í nýverið. „Það er ansi þétt hjá okkur og hefur verið og mun verða. En við höfum þessi fimm fangelsi. Þegar menn koma í fangelsi er hver og einn tekinn í viðtal og gerð afplánunaráætlun. Þá vistum við þá eftir aldri, kyni og fyrri störfum skulum við segja. Þeir karlkyns fangar sem eru með mjög langa dóma fara yfirleitt alltaf á Litla-Hraun," sagði Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, í samtali við Vísi. Erlendur sagði dóm í Tryggingastofnunarmálinu ekki svo stóran bita í pott fangelsisyfirvalda. Dómarnir hefðu ekki verið svo langir, utan einn, og þegar fólk fengi stutta dóma mætti það sækja um afplánun í formi samfélagsþjónustu. „Eitt stórt fíkniefnamál skiptir miklu meira máli en þetta. Við þurfum jafnmikið pláss fyrir einn fanga í eitt ár og tólf fanga í einn mánuð, það er lengd dómsins sem skiptir máli," sagði Erlendur enn fremur. Útlendingafjöldi mesta truflunin Hann sagði Fangelsismálastofnun vinna eftir boðunarlista sem á væru 120 - 130 manns. Stór hluti þess fólks færi aldrei inn í fangelsi, tæki til dæmis samfélagsþjónustu í staðinn. Einhvern hluta væri verið að eltast við og síðasti hlutinn væri í eðlilegum farvegi. Útlendingafjöldi er að sögn Erlends mesta truflunin í fangelsismálum síðustu vikur og mánuði. Aldrei sé hægt að reikna út hve margir útlendingar hljóti hér fangelsisdóma á hverjum tíma. Þó sé verið að semja við erlend fangelsisyfirvöld um afplánun í heimalandi: „Ráðuneytið og Fangelsismálastofnun eru að vinna í því og það er til dæmis búið að gera samning við Litháen. En við erum líka að fá Íslendinga í afplánun frá útlöndum, við erum t.d. að fá þrjá eða fjóra frá Danmörku núna," sagði Erlendur að skilnaði. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Fangelsismálastofnun verður ekki í neinum sérstökum húsnæðisvandræðum í fangelsum landsins þrátt fyrir að tíu einstaklingar hafi fengið óskilorðsbundna dóma að öllu eða einhverju leyti í Tryggingastofnunarmálinu sem dómur féll í nýverið. „Það er ansi þétt hjá okkur og hefur verið og mun verða. En við höfum þessi fimm fangelsi. Þegar menn koma í fangelsi er hver og einn tekinn í viðtal og gerð afplánunaráætlun. Þá vistum við þá eftir aldri, kyni og fyrri störfum skulum við segja. Þeir karlkyns fangar sem eru með mjög langa dóma fara yfirleitt alltaf á Litla-Hraun," sagði Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, í samtali við Vísi. Erlendur sagði dóm í Tryggingastofnunarmálinu ekki svo stóran bita í pott fangelsisyfirvalda. Dómarnir hefðu ekki verið svo langir, utan einn, og þegar fólk fengi stutta dóma mætti það sækja um afplánun í formi samfélagsþjónustu. „Eitt stórt fíkniefnamál skiptir miklu meira máli en þetta. Við þurfum jafnmikið pláss fyrir einn fanga í eitt ár og tólf fanga í einn mánuð, það er lengd dómsins sem skiptir máli," sagði Erlendur enn fremur. Útlendingafjöldi mesta truflunin Hann sagði Fangelsismálastofnun vinna eftir boðunarlista sem á væru 120 - 130 manns. Stór hluti þess fólks færi aldrei inn í fangelsi, tæki til dæmis samfélagsþjónustu í staðinn. Einhvern hluta væri verið að eltast við og síðasti hlutinn væri í eðlilegum farvegi. Útlendingafjöldi er að sögn Erlends mesta truflunin í fangelsismálum síðustu vikur og mánuði. Aldrei sé hægt að reikna út hve margir útlendingar hljóti hér fangelsisdóma á hverjum tíma. Þó sé verið að semja við erlend fangelsisyfirvöld um afplánun í heimalandi: „Ráðuneytið og Fangelsismálastofnun eru að vinna í því og það er til dæmis búið að gera samning við Litháen. En við erum líka að fá Íslendinga í afplánun frá útlöndum, við erum t.d. að fá þrjá eða fjóra frá Danmörku núna," sagði Erlendur að skilnaði.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira