Innlent

Hreindýraveiðitímabil hófst í gær

Hreindýraveiðitímabilið hófst á Austurlandi í gær og voru sex tarfar felldir. Nú má veiða rösklega 13 hundruð dýr, sem er 200 dýrum fleira en í fyrra og meira enn nokkru sinni áður. Þrátt fyrir það fékk ekki nema tæplega helmingur umsækjenda veiðileyfi, sem segir að ásóknin í hreindýraveiðar fari ört vaxandi. Ef einhverjir hætta við eða forfallast, fá veiðimenn á biðlistanum leyfin.

Skylt er að hafa leiðsögumenn með í veiðiferðirnar og margir veiðimenn taka svo auka mann eða menn á leigu til að bera bráðina til byggða. Hvert kíló af kjöti er þvi orðið nokuð dýrt þegar búið er að hluta dýrin niður í steikur.

Í fyrra veiddust ekki níu dýr af veiðikvótanum og horfur eru á að kvótinn veiðist ekki í sumar, nema veður fari batnandi eystra. Þar hefur verið vætusamt þannig að slóðar eru víða blautir og slæmir yfirferðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×