Lífið

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2008

Einar Kárason er einn þeirra rithöfunda sem er tilnefndur í ár.
Einar Kárason er einn þeirra rithöfunda sem er tilnefndur í ár.

Tilnefnt hefur verið til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2008. Íslensku bókmenntaverðlaunin voru stofnuð af Félagi íslenskra bókaútgefanda árið 1989 og eru veitt af Forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í janúar hvert ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagi bókaútgefenda nú í kvöld. Í flokki fagurbókmennta voru eftirfarandi fimm bækur tilnefndar:

Álfrún Gunnlaugsdóttir: Rán. Útgefandi Mál og menning

Einar Kárason: Ofsi. Útgefandi Mál og menning

Guðrún Eva Mínervudóttir: Skaparinn. Útgefandi JPV útgáfa

Óskar Árni Óskarsson: Skuggamyndir úr ferðalagi. Útgefandi: Bjartur

Sjón: Rökkurbýsnir. Útgefandi: Bjartur

Dómnefnd skipuðu Dr. Dagný Kristjánsdóttir, formaður, Felix Bergsson, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir.

Í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis voru eftirfarandi 5 bækur tilnefndar:

Hjörleifur Guttormsson: Árbók Ferðafélags Íslands 2008. Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði. Útgefandi: Ferðafélag Íslands

Ingunn Ásdísardóttir og Kristín Ragna Gunnarsdóttir: Örlög guðanna.

Útgefandi: Mál og menning

Loftur Guttormsson, ritstjóri. Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007.

Útgefandi: Háskólaútgáfan

Vilhjálmur Árnason: Farsælt líf, réttlátt samfélag. Kenningar í siðfræði. Útgefandi: Mál og menning

Þorvaldur Kristinsson: Lárus Pálsson leikari. Útgefandi: JPV útgáfa



Dómnefnd skipuðu Stefán Pálsson, formaður, Aðalsteinn Ingólfsson, Védís Skarphéðinsdóttir.

Lokadómnefnd skipa formenn nefndanna tveggja, Dr. Dagný Kristjánsdóttir og Stefán Pálsson auk Guðrúnar Kvaran prófessors sem skipuð er af forseta Íslands og jafnframt er formaður lokadómnefndar.

Lokadómnefnd velur tvær vinningsbækur úr hópi hinna tilnefndu verka og veitir forseti Íslands höfundum þeirra Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum í janúarlok 2009.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.