Erlent

Vilja að Pútín leiði Sameinað Rússland

Vladímír Pútín og Dímítrí Medvedev.
Vladímír Pútín og Dímítrí Medvedev. MYND/AP

Sameinað Rússland, stærsti stjórnmálaflokkur Rússlands, hyggst óska eftir því að Vladímír Pútín, fráfarandi forseti, taki að sér leiðtogahlutverkið í flokknum á þingi hans sem hófst í dag.

Pútín hefur þegar lýst því yfir að hann vilji taka við embætti forsætisráðherra þegar Dímítrí Medvedev, nýkjörinn forseti og náinn samstarfsmaður Pútíns, sest í forsetastól í byrjun maímánaðar.

Sérfræðingar hafa lengi bent á að Pútín hyggist tryggja sér völd eftir að forsetatíð hans lýkur en menn hafa velt fyrir hversu mikil völdin verða. Með því að taka að sér leiðtogahlutverkið hjá Sameinuðu Rússlandi verði völd hans umtalsvert meiri en ef hann gegni eingöngu embætti forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×