Innlent

Dýrabein rannsökuð áfram

Rannsókn á dýrabeinum sem fundust í húsgrunni við Lyngholt í Garðabæ í gærkvöldi verður haldið áfram í dag. Grunur leikur á að þau séu smituð af miltisbrandi.

Varðstjóri í slökkviliðinu sagði í samtali við Vísir.is í gærkvöldi að lítil hætta væri á ferðum. Hins vegar ætti fólk ekki að fara inn á svæðið við húsgrunninn en búið er að girða hann af. Íbúi við hliðina á húsgrunninum gagnrýnir lögreglu og slökkvilið fyrir að hafa ekki talað strax við nágrannana og veitt þeim leiðbeiningar.

Hann sagði jafnframt að beinin hefðu fundist á túni þar sem ekki hafi verið leyfilegt að byggja í áratugi. Áður fyrr hafi bændabýli verið á túninu og vitað er að dýrum var slátrað á býlinu og þau grafin í túninu.




Tengdar fréttir

Miltisbrandsaðgerðum frestað til morguns

Lögreglan og slökkviliðið hefur frestað aðgerðum á lóðinni þar sem dýrabein fundust í Garðabænum til morguns. Grunur lék á um að miltisbrandur kynni að leynast í beinunum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir litla hættu á ferðum.

Miltisbrandur í Garðabæ - íbúar með lokaða glugga

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan rannsakar nú dýrabein sem fundust í húsgrunni í Garðabæ. Grunur leikur á miltisbrandssmiti. Íbúi undrast samskiptaleysi af hálfu lögreglunnar. Hann hefur gluggana lokaða til vonar og vara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×