Lífið

2,5 milljón söfnuðust á tíundu styrktartónleikunum

Styrktartónleikar fyrir krabbameinssjúk börn voru haldnir í tíunda sinn í dag. Yfir 25 milljónir hafa safnast á þessum tíu árum. Það var þéttsetið í Háskólabíó í dag enda dagskrá tónleikanna ekki af verri endanum. Í dag voru afhentar 2.425.000 krónur og bætist það við þær 25 milljónir sem nú þegar hafa safnast á undanförnum árum. Við kíktum aðeins bak við hittum fyrir nokkra af þeim tónlistarmönnum sem stigu á svið.

,,Við erum búnir að vera á þessum tónleikum í öll skiptin nema eitt. Þetta er í rauninni partur af jólunum," sagði Gunnar Ólason söngvari Skítamórals.

,,Það er alltaf gott að gefa," sagði Bubbi og bætti við að tónlistarmenn séu duglegir að gefa vinnu sína.

,,Þetta er eiginlega það skemmtilegast sem við gerum," sagði Bergur Ebbi Benediktsson, söngvari Sprengjuhallarinnar.

Meðal þeirra sem komu fram voru Lay Low, Sálin hans Jóns míns, Sprengjuhöllin, Bubbi Morthens, Páll Óskar, Skítamórall, Ragga Gröndal, Ingo Veðurguð, Stuðmenn, Friðrik Ómar, Regína og Klaufarnir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.