Lífið

Íslendingur í dönskum Viltu vinna milljón þætti

Hinn íslenski Jón Thomas mun þann 8. september næstkomandi taka þátt í spurningaþættinum Hvem vil være millionær á sjónvarpsstöðinni TV2 í Danmörku.

Þátturinn, sem er með þeim vinsælustu í Danmörku er með svipuðu sniði og Viltu vinna milljón sem sýndur var á Stöð 2, sællar minningar, undir stjórn Þorsteins Joð og síðar Jónasar R. Jónssonar.

Jón hefur búið stærstan hluta ævi sinnar í Danmörku ásamt móður sinni, Fríðu Thomas. Fríða ætlar að sjálfsögðu að vera á meðal áhorfenda þegar sonur hennar spreytir sig á spurningunum 15 sem gætu fært honum rúmar 16 milljónir íslenskra króna.

Hún segist afar spennt fyrir hönd sonar síns. "Hann er að fara taka þátt með yfirmanni sínum," segir Fríða en sonur hennar vinnur með unglingum af erlendu uppruna á Amager.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.