Innlent

300 milljóna króna halli á rekstri Strætós

Rekstrarkostnaður Strætós bs. eykst um allt að 300 milljónir á árinu vegna eldsneytishækkana, gengisfalls krónunnar og aukinnar greiðslubyrði vegna hækkandi lána.

,,Áætlanir fyrirtækisins myndu standast ef ekki væri fyrir gengisfall krónunnar og eldsneytishækkanir," segir Ármann Kr. Ólafsson, stjórnarformaður Strætós bs.

Ármann segir að önnur aðföng hafi einnig hækkað og er heildarhækkun rekstrarkostnaðar fyrirtækisins allt að 10%.

Stjórn Strætós var gerð grein fyrir stöðu fyrirtækisins á fundi í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×