SUS ályktar gegn Íbúðalánasjóði 3. júlí 2008 10:45 Íbúðalánasjóður Samband ungra sjálfstæðismanna tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bráðabirgðaniðurstöðu eftirlitsstofnunar ESA um starfsemi ríkisrekins Íbúðalánasjóðs. Þar kemur fram að tryggja verði að ríkistryggð lánastarfsemi trufli ekki eðilega samkeppni. Í ályktun sem stjórn SUS hefur samþykkt segir að stjórnvöld ættu að nýta þetta tækifæri til þess að stíga það löngu tímabæra skref að draga ríkisfyrirtæki út úr almennri lánastarfsemi. „Nú þegar skóinn kreppir á mörgum heimilum vegna of mikillar skuldsetningar er vert að minnast þáttar Íbúðalánasjóðs í þeirri þenslu sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár. Á meðan Seðlabankinn hefur hækkað vexti stöðugt frá vori 2004 hefur Íbúðalánasjóður farið í þveröfuga átt. Þess vegna voru það reginmistök þegar Íbúðalánasjóður fékk heimild til að hækka lán í 90% af kaupverði. Ennfremur var hin harða varnarbarátta sjóðsins, þegar viðskiptabankarnir hófu að bjóða upp á almenn húsnæðislán frá hausti 2004, til þess að kynda undir þenslu á fasteignamarkaði. Sá vandi sem mörg heimili horfa fram á í dag má meðal annars rekja til aukinnar skuldsetningar í kjölfar rýmkaðs veðrýmis á fasteignum. Margir reistu sér hurðarás um öxl í því ástandi sem Íbúðalánasjóður, ásamt öðrum, stuðlaði mjög að," segir meðal annars í ályktun SUS. Þá segir SUS að samkeppni milli einkafyrirtækja og ríkisfyrirtækja leiði ætíð af sér sóun sem á endanum bitni á neytendum og almenningi. Varnarbarátta Íbúðalánasjóðs sé engin undantekning þar á, en sérstaklega sé ámælisvert hvernig sú stofnun hafi varið almannafé til þess að reka áróður fyrir eigin tilvist og það háttalag verið látið viðgangast. Nú á dögum sé ekki þörf á því að ríkið láni til fasteignakaupa í samkeppni við einkafyrirtæki og beri stjórnvöldum að bregðast við áliti ESA með því að leggja niður Íbúðalánasjóð í núverandi mynd. Það yrði að auki til þess fallið að skapa heilbrigðari aðstæður á fjármálamarkaði hér á landi. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bráðabirgðaniðurstöðu eftirlitsstofnunar ESA um starfsemi ríkisrekins Íbúðalánasjóðs. Þar kemur fram að tryggja verði að ríkistryggð lánastarfsemi trufli ekki eðilega samkeppni. Í ályktun sem stjórn SUS hefur samþykkt segir að stjórnvöld ættu að nýta þetta tækifæri til þess að stíga það löngu tímabæra skref að draga ríkisfyrirtæki út úr almennri lánastarfsemi. „Nú þegar skóinn kreppir á mörgum heimilum vegna of mikillar skuldsetningar er vert að minnast þáttar Íbúðalánasjóðs í þeirri þenslu sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár. Á meðan Seðlabankinn hefur hækkað vexti stöðugt frá vori 2004 hefur Íbúðalánasjóður farið í þveröfuga átt. Þess vegna voru það reginmistök þegar Íbúðalánasjóður fékk heimild til að hækka lán í 90% af kaupverði. Ennfremur var hin harða varnarbarátta sjóðsins, þegar viðskiptabankarnir hófu að bjóða upp á almenn húsnæðislán frá hausti 2004, til þess að kynda undir þenslu á fasteignamarkaði. Sá vandi sem mörg heimili horfa fram á í dag má meðal annars rekja til aukinnar skuldsetningar í kjölfar rýmkaðs veðrýmis á fasteignum. Margir reistu sér hurðarás um öxl í því ástandi sem Íbúðalánasjóður, ásamt öðrum, stuðlaði mjög að," segir meðal annars í ályktun SUS. Þá segir SUS að samkeppni milli einkafyrirtækja og ríkisfyrirtækja leiði ætíð af sér sóun sem á endanum bitni á neytendum og almenningi. Varnarbarátta Íbúðalánasjóðs sé engin undantekning þar á, en sérstaklega sé ámælisvert hvernig sú stofnun hafi varið almannafé til þess að reka áróður fyrir eigin tilvist og það háttalag verið látið viðgangast. Nú á dögum sé ekki þörf á því að ríkið láni til fasteignakaupa í samkeppni við einkafyrirtæki og beri stjórnvöldum að bregðast við áliti ESA með því að leggja niður Íbúðalánasjóð í núverandi mynd. Það yrði að auki til þess fallið að skapa heilbrigðari aðstæður á fjármálamarkaði hér á landi.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira