Enski boltinn

Hættir Ferguson ef United selur Ronaldo?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / AFP

The Telegraph heldur því fram í dag að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, gæti hætt ef félagið ákveður að selja Cristiano Ronaldo.

Þetta hefur blaðið eftir ótilgreindum manni sem er sagður vera náinn vinur Ferguson.

„Sir Alex er harðákveðinn í þessu máli. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi hætta ef félagið myndi ákveða að selja Ronaldo gegn hans óskum," er haft eftir vininum.

Real Madrid hefur verið á höttunum eftir Ronaldo í dágóðan tíma og hefur það farið mjög í skapið á Ferguson.

Eigendur United gætu þó freistast til að selja Ronaldo fyrir dágóða summu þar sem félagið skuldar 600 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×