Erlent

Karzai: Múslímar verða að berjast gegn öfgastefnu

Hamid Karzai.
Hamid Karzai. MYND/AP

Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir hópa manna misnota íslam til þess að myrða og slasa fólk og vill að múslímalönd berjist saman gegn öfgastefnu.

Þetta kom fram í máli hans á efnahagsráðstefnu íslamskra ríkja í Kúveitborg í dag. Karzai var sýnt banatilræði um helgina í Kabúl en þar voru á ferðinni uppreisnarmenn talibana. Þrír létust í árásinni og tíu særðust en forsetinn slapp ómeiddur.

Á ráðstefnunni í dag sagði Karzai: „Það er óvinur á meðal vor. Sumir misnota nafn trúar okkar og kalla yfir okkur eymd og eyðingu í stað þess að öðlast víðsýni. Við verðum að berjast gegn óvininum sem er öfgastefna en hún kemur í veg fyrir þróun landa okkar, kastar rýrð á ímynd okkar og rústar lífi okkar," sagði Karzai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×