Innlent

Forsetahjón Úganda í opinbera heimsókn

Yoweri K. Museveni, forseti Úganda.
Yoweri K. Museveni, forseti Úganda.

Forseti Úganda, Yoweri K. Museveni, og kona hans, Janet, koma í opinbera heimsókn til Íslands á morgun.

Fram kemur í tilkynningu forsetaembættis að utanríkisráðherra landsins verði einnig með í för, þingmenn og embættismenn. Markmið heimsóknarinnar er einkum að kynna sér nýtingu jarðhita á Íslandi, þróun sjávarútvegs, menntun í upplýsingatækni og beitingu hennar í þágu opinberrar stjórnsýslu.

Þar segir einnig að heimsóknin sé mikilvægur áfangi í auknum tengslum Íslands við Afríku en Úganda er meðal helstu forysturíkja álfunnar. Heimsókn forsetahjónanna frá Úganda lýkur á föstudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×