Erlent

Samgönguráðherra Dana laug um fangaflug CIA

Samgönguráðherra Dana, Carina Christiansen, var staðin að því að gefa ekki réttar upplýsingar í fyrirspurnartíma á danska þinginu um fangaflug á vegum bandarísku leyniþjónustunnar um danska lofthelgi og flugvelli. Í svari sínu kannaðist Carina ekki við að sérstakt samkomulag hefði verið í gildi um þessa flutninga milli Bandaríkjamanna og Dana. Blaðið Jyllands Posten upplýsir í dag að slíkt samkomulag hafi verið gert árið 2001 og síðan endurnýjað árlega og að Loftferðaeftirlit Danmerkur hafi vitað af þessu allan þennan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×