Erlent

Grunaður barnamorðingi framseldur til Svíþjóðar

Sænskir lögregluþjónar. Úr myndasafni.
Sænskir lögregluþjónar. Úr myndasafni.

Dómstóll í Celle í Þýskalandi úrskurðaði í dag að þýsk kona skyldi framseld til Svíþjóðar vegna gruns um morð á tveimur börnum í síðasta mánuði.

Fram kemur á fréttavef sænska ríkisútvarpsins að konan verði framseld í næstu viku en sænska lögregla vill af öryggisástæðum ekki gefa upp hvaða dag hún kemur. Áður getur konan þó borið framsalsákvörðunina undir dómstól í Karlsruhe og er búist að hann taki skjótt ákvörðun í málinu.

Konan er talin hafa myrt tvö börn, eins og þriggja ára, ásamt því að hafa ráðist á móður þeirra og veitt henni alvarlega ákverka á heimili fjölskyldunnar. Faðir barnanna lá fyrst undir grun en síðar beindist athygli lögreglunnar að þýsku konunni sem mun hafa átt í ástarsambandi við sambýlismann móðurinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×