Erlent

Einn handtekinn í tengslum við morð á sænskri stúlku

Susanna Zetterberg
Susanna Zetterberg

Franska lögreglan handtók í dag karlmann á fimmtugsaldri í tengslum við morðið á hinni 19 ára gömlu sænsku stúlku, Súsönnu Zetterberg. Lík hennar fannst í skógi í útjaðri Parísar um síðustu helgi.

Morðið hefur vakið mikinn óhug í Svíðþjóð og hafa fjölmiðlar þar fjallað mikið um málið.

Susanna hvarf þegar hún var á leið heim af næturklúbbi síðasta laugardagskvöld. Hún tók leigubíl en vinir hennar segja að hún hafi hringt til þess að segja að leigubílstjórinn væri að haga sér afar grunsamlega. Nokkrum tímum síðar fannst hún myrt.

Hún var handjárnuð og mikið brennd. Engar vísbendingar um kynferðislegt ofbeldi fundust.

Franska lögreglan telur að morðinginn hafi reynt að brenna lík

Súsönnu til þess að eyða sönnunnargögnum.

Sá sem var handtekinn í dag hefur að sögn Aftonbladet í Svíðþóð áður verið dæmdur fyrir nauðgun.

Lögregla rannsakar nú hvort morðið tengist öðru máli þar sem sænskri konu var rænt og nauðgað í skógi fyrir utan París fyrir skömmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×