Hlíf í Friðriksborg 12. desember 2008 06:00 Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari. Mynd Eddi Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari heldur tónleika á morgun í hallarkirkjunni í Friðriksborgarhöll á Sjálandi. Þar leikur hún í tilefni af sýningu á portrettmyndum föður síns, Sigurjóns Ólafssonar, sem stendur þar yfir og lýkur um áramót. Á efnisskránni eru Partíta nr. 2 í d-moll eftir Bach og Vetrartré fyrir einleiksfiðlu, sem Jónas Tómasson skrifaði fyrir Hlíf og tileinkaði henni. Svo skemmtilega vill til að langafi Hlífar var prestur í kirkjunni á sínum tíma. Hlíf stendur í ströngu þessa dagana. Hún er nýbúin að gefa út disk með sónötum og partítum eftir Bach fyrir einleiksfiðlu sem hún hljóðritaði í Reykholtskirkju fyrr á þessu ári, en sónöturnar og partíturnar, þrjár í hvorri deild, þykja með mest krefjandi verkum sem samin hafa verið fyrir einleiksfiðlu og eru því vel þekktar í túlkun marga helstu meistara fiðlunnar. Er diskurinn kominn í dreifingu. Eftir dvöl í Danmörku við tónleikahald og kennslu vindur Hlíf sér til Rómar en þar verður hún með tónleika þann 19. desember í tónleikaröð Sant’Agnese in Agone ásamt Sebastiano Brusco píanóleikara. Á efnisskrá eru Sónata nr. 1 í g-moll fyrir einleiksfiðlu eftir Bach, Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Cesar Frank og Vetrartré Jónasar. Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari heldur tónleika á morgun í hallarkirkjunni í Friðriksborgarhöll á Sjálandi. Þar leikur hún í tilefni af sýningu á portrettmyndum föður síns, Sigurjóns Ólafssonar, sem stendur þar yfir og lýkur um áramót. Á efnisskránni eru Partíta nr. 2 í d-moll eftir Bach og Vetrartré fyrir einleiksfiðlu, sem Jónas Tómasson skrifaði fyrir Hlíf og tileinkaði henni. Svo skemmtilega vill til að langafi Hlífar var prestur í kirkjunni á sínum tíma. Hlíf stendur í ströngu þessa dagana. Hún er nýbúin að gefa út disk með sónötum og partítum eftir Bach fyrir einleiksfiðlu sem hún hljóðritaði í Reykholtskirkju fyrr á þessu ári, en sónöturnar og partíturnar, þrjár í hvorri deild, þykja með mest krefjandi verkum sem samin hafa verið fyrir einleiksfiðlu og eru því vel þekktar í túlkun marga helstu meistara fiðlunnar. Er diskurinn kominn í dreifingu. Eftir dvöl í Danmörku við tónleikahald og kennslu vindur Hlíf sér til Rómar en þar verður hún með tónleika þann 19. desember í tónleikaröð Sant’Agnese in Agone ásamt Sebastiano Brusco píanóleikara. Á efnisskrá eru Sónata nr. 1 í g-moll fyrir einleiksfiðlu eftir Bach, Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Cesar Frank og Vetrartré Jónasar.
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“